Fundurinn er í umsjón Menningarnefndar þar sem Ingibjörg Hauksdóttir er formaður og Kristján Haraldsson er varaformaður. Við heimsækjum KLIFIÐ í Sveinatungu, hinn nýja fundarsal bæjarstjórnar Garðabæjar á Garðatorgi. Heimsóknin hefst kl. 17:00 KLIFIÐ, www.klifid.is, er hugsjónafélag sem er ekki rekið í hagnarskyni og með það að markmiði að virkja sköpunarkraft og ímyndunarafl hvers og eins. Boðið er uppá fjölbreytt og skapandi námskeið fyrir börn jafnt sem fullorðna. Námskeiðin snúa að tækni og vísindum, myndlist,tónlist,listdansi,leiklist og sjálfsrækt. Hugmyndafræði KLIFSINS byggir á eflandi kennslufræði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar og kenningum um hæfnisþróun. Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir forstöðumaður KLIFSINS mun fræða okkur um starfsemina.