Fundurinn er í umsjón Umhverfisnefndar þar sem Guðmundur H. Einarsson er formaður og Ólafur Nilsson er varaformaður.
Gestur og fyrirlesari er Helgi Sigurðsson læknir og nefnist erindi hans "Vífilsstaðir og baráttan við berklana".
3ja mínútna erindið er í höndum Kolbrúnar Jónsdóttur.
Áríðandi tilkynning:
Ágætu félagar.
Fundurinn okkar á morgun,25.maí sem halda átti í Ólafslundi verður færður í golfskála Golfklúbbsins Odds í Urriðaholti. Félagi okkar Þorvaldur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri klúbbsins brást vel við þeirri beiðni og eru honum færðar góðar þakkir fyrir.
Þessari breytingu veldur veðurspáin sem gerir ráð fyrir rigningu og mikilli vætu.
Mæting á fundinn er hin sama og áður var tilkynnt eða kl. 17:00 og dagskráin verður einnig hin sama.
Það er von okkar að þessi breyting hafi ekki áhrif á fundarmætingu félaga og gesta þeirra en ef svo er þá er mikilvægt að upplýsa sem allra fyrst um það með því að svara þessum pósti og þá ekki síst svo unnt verði að upplýsa Ásgeir kokkinn okkar um breytingar á fJölda.