Eins og kunnugt er, þá verður Stóri Plokkdagurinn þann 27. apríl n.k. Flestir Rótarýklúbbar eru með skipulagða viðburði þennan dag og við viljum hvetja alla félaga til að taka til hendinni og hjálpa til við að hreinsa umhverfi okkar. Þessi viðburður hefur stækkað ár frá ári og við stefnum að sjálfsögðu að því að hafa hann enn stærri á þessu ári.
Setning verður klukkan 10:00 þann 27. apríl og ætlum við að hittast við Sorpu í Breiðholti, sem er við Jafnasel. Forseti Íslands mun heiðra okkur með því að taka þátt í setningingarathönfinni. Það væri frábært ef að Rótarýfélagar byrjuðu daginn með því að koma og taka þátt í setningarathöfn og færu síðan tiil að taka þátt í þeim viðburðum, sem þeirra klúbbar hafa skipulagt.
Við höfum látið útbúa fleiri vesti merkt Rótarý og þið getið nálgast slík vesti á skrifstofu Rótarý í vikunni fyrir daginn góða. Umhverfisnefnd Rótarýumdæmisins sér um framkvæmd dagsins, en þar er Guðríður Helgadóttir formaður nefndarinnar. Einar Bárðarson er sem fyrr verkefnastjóri fyrir verkefnið og þið getið haft samband við hann, ef að það eru spurningar eða ef að þið þurfið einhvejra hjálp.
Gerum Stóra Plokkdaginn enn stærri - við hlökkum til að sjá ykkur sem flest þann 27. apríl - með prik og poka.