Gróðursetning á trjám og runnum í skógarlundi við Vífilsstaðavatn.
Rótarýklúbburinn Görðum hefur gróðursett tré og runna í lund sem nefndur er Ólafslundur til heiðurs frumkvöðli og einum stofnenda klúbbsins. Göngustígar hafa verið lagðir um svæðið og komið þar fyrir útiborði til áningar. Lundurinn er í vestanverðu Smalaholti, norðan Vífilsstaðavatns á skógræktarsvæði Skógræktar Garðabæjar.