Verðlaunasjóður Rótarýklúbbsins Görðum

þriðjudagur, 1. september 1987

Georg

Verðlaunasjóður til veitingar viðurkenninga fyrir framtak á sviði mennta, lista, vísinda eða atvinnumála og framlög til Rótarý Foundation.

Verðlaunasjóðurinn var stofnaður árið 1987. Tilgangur hans er að veita viðurkenningu fyrir framúrskarandi eða nýstárlegt framtak, sem unnið er á klúbbsvæðinu, á sviðið mennta, lista, vísinda eða atvinnumála og að veita framlag til Rotary Foundation. Stjórn sjóðsins skipa þrír menn og þrír til vara. Hún leitar ábendinga um aðila til að hljóta úthlutun úr sjóðnum, sérstaklega hjá klúbbfélögum. Stjórnin ber ábyrð á vörslu sjóðsins og annast úthlutun úr honum. Sjóðurinnn hefur sjálfstæðan fjárhag og reikningshald og er ársreikningur endurskðaður af endurskoðendum klúbbsins.