Fundurinn er í umsjón skemmti- og ferðanefndar þar sem Ólafur Reimar Gunnarsson er formaður og Eiríkur K. Þorbjörnsson er varaformaður. Fyrirlesari verður Davíð Stefán Guðmundsson Rótarýfélagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Miðborg. Davíð er meðeigandi hjá Deloitte ehf og yfirmaður upplýsingatækniráðgjafar félagsins. Hann mun fjalla um ferðalag sitt til Norður-Kóreu í erindi sem hann kallar „Ferðalag út fyrir þægindarammann“.
Þriggja mínútna erindið verður í höndum Agnars Kofoed-Hansen.