Fundurinn er í umsjón Rótarýfræðslunefndar þar sem Guðmundur Guðmundsson er formaður og Jón Benediktsson er varaformaður. Við heimsækjum EIMVERK DISTILLERY að Lyngási 13 í Garðabæ. Heimsóknin hefst kl. 17:30. Eimverk Distillery, www.flokiwhisky.is er fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 2009. Fyrirtækið framleiðir FLÓKA (viskí), VOR (gin) og VÍTI (ákavíti). Eigendur fyrirtækisins munu taka á móti okkur og kynna okkur starfsemi þess.