FJARFUNDUR

mánudagur, 20. apríl 2020 12:05-13:15, Jötunheimar Bæjarbraut 7 210 Garðabær

Fundurinn er í umsjón Fjármálanefndar þar sem Kristján Þorsteinsson er formaður og Eymundur Einarsson er varaformaður.

Fyrirlesarar dagsins eru Rótarýfélagar okkar þau Guðmundur Guðmundsson og Guðrún Högnadóttir. Guðrún mun flytja erindi sem nefnist: „Að fjarstýra breytingum í krísu“ og Guðmundur mun flytja ríflegt þriggja mínútna erindi um áhugavert málefni. Tilkynningar og fréttaskot verða á sínum stað og önnur þau málefni sem félagar vilja ræða.

Ef félagar hafa þegar ákveðið að vilja koma einhverju á framfæri og vilja taka til máls á fundinum á mánudaginn er ekki verra að senda Bjarna Þór forseta línu fyrir fundinn.

Hlekkur inná fundinn hefur verið sendur félögum. Þú opnar hann og fylgir leiðbeiningunum sem birtast.  Fundarboðið er opið frá kl. 11:30 og fundarmenn hvattir til að mæta tímanlega.