Fundurinn er í umsjón Klúbbþjónustunefndar þar sem Sigrún Gísladóttir er formaður og Sveinn Magnússon er varaformaður.
Gestur og fyrirlesari er Ari Trausti Guðmundsson alþingismaður. Nefnist fyrirlestur hans „Þingvallaþjóðgarður - framtíðarsýn“.
3ja mínútna erindið er í höndum Halldóru Gyðu Matthíasdóttur Proppé.
Félagar eru hvattir til að taka þátt í fundinum og hafa „mute“ takkann virkan nema þegar þeir vilja taka til máls. Það einfaldar fundarstjórnina og minnkar bakgrunnshljóðin. Þá má benda á að sitji fundarmenn við bjarta glugga ættu þeir að snúa andliti að birtunni, ekki frá henni því annars birtast þeir sem skuggar á skjánum hjá öðrum fundarmönnum. Hlekkur inná fundinn mun berast í sérstöku fundarboði frá ritaranum.