Mánudagur 14. desember 2020 - kl. 12:05
Fundurinn er í umsjón Skemmti- og ferðanefndar þar sem Ólafur Reimar Gunnarsson er formaður og Eiríkur Kristján Þorbjörnsson er varaformaður.
Séra Jóna Hrönn Bolladóttir mun flytja hugvekju og Eyrún Ingadóttir verður með kynningu og upplestur. Þá verður boðið upp á söngatriði.
3ja mínútna erindið er í höndum Sveins Magnússonar.
Munið að jólamaturinn á að vera kominn í hús þá um morguninn