Fyrirtækjaheimsókn

mánudagur, 24. september 2018 17:00-19:00, Fangelsið Hólmsheiði Nesjavallaleið 9 110 Reykjavík.
Boðað er til sjöunda fundar starfsársins.

ATHUGIÐ staðsetningu og tíma

Staðsetning: Fangelsið Hólmsheiði, Nesjavallaleið 9, 110 Reykjavík (sjá kort)

Fundartími: 17:00

Fundurinn er í umsjón Skemmti og ferðanefndar þar sem Eiríkur Kristján Þorbjörnsson er formaður.

Farið er í heimsókn í Fangelsið Hólmsheiði þar sem Magnús Páll Ragnarsson, umsjónarmaður öryggismála og hliðvaktar, mun taka á móti okkur og sýna þá hluta fangelsisins sem utanaðkomandi gestum er heimilt.

Mæting er á staðnum og þurfa menn að koma sér þangað sjálfir. Mikilvægt er að mæta á réttum tíma því óvíst er hvort þeir sem mæti seint fái aðgang.

Boðið verður upp á samlokur í matsal.

3ja mínútna erindið fellur niður.