Fundurinn 4. október er í umsjón Klúbbþjónustunefndar þar sem Stefán Árnason er formaður og Eðvarð Hallgrímsson varaformaður. Fyrirlesari verður Jón Hjaltalín Magnússon, verkfræðingur og að sögn sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar skotfastasti leikmaður í íslenskum handbolta frá því að mælingar hófust. Jón hefur áratugum saman fengist við hönnun og framleiðslu tækja fyrir áliðnaðinn. Meðal viðfangsefna hans nú um stundir er hönnun og í framtíðinni framleiðsla umhverfisvænna rafskauta fyrir áliðnað. Með þessum rafskauti losnar ekkert koldíoxíð við álframleiðslu en talsvert af súrefni. Erindi sitt kallar hann "Loftslagsvæn álframleiðsla"
Ingibjörg Hauksdóttir flytur 3ja mínútna erindið.
Fundurinn er á venjulegum stað og tíma.