Fundurinn 11. október er í umsjón Kynningarnefndar, þar sem Sigurður Rúnar Jónmundsson er formaður og Guðrún S. Thorsteinsson varaformaður. Fyrirlesari verður hinn landskunni fréttamaður og andlit Ríkisútvarpsins, Bogi Ágústsson.
Hann mun ræða um kosningaumfjöllun og kosningavökur í sjónvarpi og greina frá nálgun og markmiðum sem haldast í hendur við skyldur RÚV sem almannaþjónustumiðils.
Ingimundur Sigurpálsson flytur 3ja mínútna erindið.
Fundurinn verður á venjulegum stað og tíma.