Fundurinn er í umsjón Æskulýðsnefndar þar sem Klara Lísa Hervaldsdóttir er formaður.
Gestur fundarins er Jón Halldórsson hjá Kvan og mun hann fjalla um hvernig þau starfa með ungu fólki, fagaðilum og foreldrum í því að auka árangur og vellíðan ungmenna.