Fundurinn er í umsjón fjármálanefndar þar sem Kristján Þorsteinsson er formaður og Eymundur S. Einarsson er varaformaður.
Fyrirlesari verður Haukur Hafsteinsson hugbúnaðarsérfræðingur hjá Marel, sem lýsir umfjöllunarefninu þannig: "Við hönnun á flóknum vélum og kerfum getur verið erfitt að smíða frumgerðir sökum kostnaðar eða stærðar. Hermun og sýndarveruleiki gefur okkur tækifæri til að herma allt frá litlum tækjum upp í heilu kerfin, prófa frumgerðir, sannreyna flæði og fá endurgjöf á hugmyndir. Blöndun raun- og sýndarveruleika opnar fyrir aukið upplýsingaflæði og prófanir í raunveruleikanum til að staðfesta hönnun."
Þriggja mínútna erindið er í höndum Sveins Magnússonar.