Fundurinn 6. september verður haldinn á Sjálandi, Mat og veislu, Ránargrund 4 hér í Garðabæ. Fundurinn er í umsjá Æskulýðsnefndar, þar sem Hanna Kristín Gunnarsdóttir er formaður og Heiðrún Hauksdóttir er varaformaður. Fyrirlesari verður Matthildur Bjarnadóttir æskulýðsfulltrúi og sorgarráðgjafi í Vídalínskirkju og verkefnastjóri minningar - og styrktarsjóðsins Arnarins. Hún fjallar um starfsemi sjóðsins, sem býður upp á helgardvöl og samveru fyrir börn og unglinga sem hafa misst náinn ástvin. Vídalínskirkja er bakhjarl sjóðins.
Baldvin Jónsson flytur 3ja mínútna erindið.