Carbfix verkefnið

mánudagur, 25. október 2021 12:05-13:15, Veitingahúsið Sjáland Ránargrund 4 210 Garðabær

Fundurinn 25. október er í umsjá Rótarýfræðslunefndar þar sem  Þórdís Björk Sigurbjörnsdóttir er formaður og Baldur Ó. Svavarsson varaformaður. Fyrirlesari á fundinum verður Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur og rannsóknaprófessor við Háskóla Íslands.  Hann fjallar um Carbfix verkefnið, sem felst í niðurdælingu koltvísýrings með vatni og bindingu hans í stein í iðrum jarðar. Agnar Kofoed-Hansen flytur 3ja mínútna erindið.