Erindi hennar nefnist „Kolviður – fyrstu 15 árin og framtíðin“. Markmið Kolviðar er m.a. binding kolefnis í skógarvistkerfum, að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, að auka vitund um losun gróðurhúsalofttegunda, og að stuðla að fræðslu um tengd málefni. Í ár eru 15 ár frá fyrstu gróðursetningu Kolviðar og mun erindi Ragnhildar fjalla um starfsemi Kolviðar, reiknivél Kolviðar og framtíðarhorfur við bindingu kolefnis.