Kolviður – fyrstu 15 árin og framtíðin

mánudagur, 31. janúar 2022 12:05-13:15, Veitingahúsið Sjáland Ránargrund 4 210 Garðabær, eftir atvikum zoom.
Fundurinn 31. janúar verður á veitingahúsinu Sjálandi. Hann er í umsjón kynningarnefndar. Fyrirlesari verður Ragnhildur Freysteinsdóttir landfræðingur og starfsmaður Kolviðar.

Erindi hennar nefnist „Kolviður – fyrstu 15 árin og framtíðin“.  Markmið Kolviðar er m.a. binding kolefnis í skógarvistkerfum, að binda jarðveg og draga úr jarðvegseyðingu, að auka vitund um losun gróðurhúsalofttegunda, og að stuðla að fræðslu um tengd málefni. Í ár eru 15 ár frá fyrstu gróðursetningu Kolviðar og mun erindi Ragnhildar fjalla um starfsemi Kolviðar, reiknivél Kolviðar og framtíðarhorfur við bindingu kolefnis.