Fundurinn 28. febrúar er í umsjón Starfsgreinanefndar, þar sem Guðmundur Skúli Hartvigsson er formaður og Kolbrún Jónsdóttir varaformaður. Orri Björnsson hjá fyrirtækinu Algalíf fjallar um starfsemi fyrirtækisins, sem framleiðir efnið astaxantín úr örþörungum. Astaxantín er notað sem fæðubótarefni og sem litarefni í matvælaframleiðslu. Lilja Hilmarsdóttir flytur 3ja mínútna erindið.