Hlutverk og skyldur stjórnarmanna og starfsemi Akademias

mánudagur, 7. mars 2022 12:05-13:15, Veitingahúsið Sjáland Ránargrund 4 210 Garðabær

Fundurinn 7. mars er í umsjá Starfsþjónustunefndar þar sem Pétur Kristinsson er formaður og Geirþrúður Alfreðsdóttir varaformaður. Fyrirlesari á fundinum er Dr. Eyþór Ívar Jónsson sem fjallar um hlutverk og skyldur stjórnarmanna og starfsemi Akademias. Eyþór er forstjóri Akademias, aðstoðarforstjóri European Academy of Management og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn (Copenhagen Business School). Skv. heimasíðu Akademias er fyrirtækið vettvangur fyrir menntun og þjálfun framtíðarinnar. Akademias býður upp á margvísleg námskeið og nám á sviði stjórnunar og leiðtogaþjálfunar. Loftur Loftsson sér um 3ja mínútna erindið.